Fyrirtækið Tæknivörur ehf. var stofnað árið 1992. Frá upphafi hefur áherslan verið á innflutning, dreifingu og sölu á ýmiskonar notendabúnaði fyrir fjarskiptaþjónustu: síma, farsíma, módem, beina og fleira frá mörgum af stærstu framleiðendum heims á borð við Ericsson, Nokia, Sony, Thomson, LG og Samsung. Ör tækniþróun og miklar sviptingar á heimsmarkaði í þessum geira hafa kallað á breyttar áherslur eftir því sem gamlir risar hnigna og nýjir verða til. Undanfarin 10 ár hefur samstarf okkar við Samsung aukist jafnt og þétt og reka Tæknivörur í dag eina viðurkennda þjónustuverkstæði landsins fyrir Samsung Mobile á Íslandi auk þess að vera dreifingaraðili Samsung fyrir Ísland, Færeyjar og Grænland.