Sæmundarskóli velur Samsung spjaldtölvur

Sæmundarskóli hefur valið Galaxy Note spjaldtölvur frá Samsung til að þróa og efla skólastarf á öllum skólastigum. Skynsamlegt val sem ber vott um framsýni og metnað.

Straumhvörf í skólastarfi

Þótt spjaldtölvan muni seint koma í stað kennarans má hins vegar gera sér vonir um að hægt sé að gera skólastarf hnitmiðaðra, skilvirkara, ódýrara og skemmtilegra með skynsamlegri nýtingu spjaldtölvunnar.