Lestu þér til í Beitunni (október 2013)

Í þessari útgáfu Beitunnar er ekki laust við að tíðrætt verði um frelsi og öryggi. Meðal efnis er umfjöllun um sérlega spennandi nýjung á sviði öryggismála fyrir snjalltæki sem Samsung hefur nýlega sent frá sér. Fyrirbærið kallast KNOX.

Frelsið er yndislegt

Hvernig stendur á því að Android er lang-vinsælasta stýrikerfið í dag. Svarið liggur í frelsinu sem stýrikerfið veitir notendum jafnt sem framleiðendum hugbúnaðar.

Frelsi og öryggi

Því hefur gjarnan verið haldið fram að frelsi og öryggi séu í ákveðnum skilningi andstæður. Með Samsung Knox þarf það ekki að vera raunin.

Samsung Knox

Samsung Knox brúar bilið milli upplýsingaöryggis fyrirtækisins annars vegar og frelsi starfsmanns til einkalífs hins vegar. Samsung Knox er einföld í notkun fyrir notendur snjalltækja sem væntanlega mun auka öryggi til muna.

Sæmundarskóli velur Samsung spjaldtölvur

Sæmundarskóli hefur valið Galaxy Note spjaldtölvur frá Samsung til að þróa og efla skólastarf á öllum skólastigum. Skynsamlegt val sem ber vott um framsýni og metnað.

Straumhvörf í skólastarfi

Þótt spjaldtölvan muni seint koma í stað kennarans má hins vegar gera sér vonir um að hægt sé að gera skólastarf hnitmiðaðra, skilvirkara, ódýrara og skemmtilegra með skynsamlegri nýtingu spjaldtölvunnar.

Verslaðu af öryggi

Neytendur komast of oft að því að þeir sem standa í „gráum innflutningi“ uppfylla ekki skyldur sínar gagnvart neytendum. Það getur verið kostnaðarsöm lexía. Góð leið til að tryggja sig er að spyrja um innsiglið “Approved for Nordic operators”.

Öryggið á oddinn

Ef fyrirtæki og stofnanir vilja ekki eiga á hættu að verða fyrir verulegum skakkaföllum vegna nýrra og breyttra tíma þurfa þau að taka öryggismál fastari tökum.

Nýjar leiðir færar

Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að horfa til notkunar snjallsíma og spjaldtölva í viðskiptaferlum sínum í þeim tilgangi að ná fram auknu hagræði, rekjanleika, rekstraröryggi og betri þjónustu.

Android eykur forskotið

Miklar sviptingar hafa verið í farsímaheiminum undanfarin misseri þar sem forskot Android gagnvart örðum stýrikerfum er orðið verulegt.