Posts

TVR backs up the Icelandic language

TVR has, in cooperation with a local scholar launched the first ever Icelandic dictionary, which is published as an app. The app is available for free for all Android users on Google Play.

The appis called “Orð í tíma töluð” – in English Words in Time – is a Dictionary of Quotations and includes over 7000 quotations, some of which have been part of the Icelandic culture for more than a thousand years. The quotations are derived from a variety of sources ranging from contemporary Icelandic culture to the old Icelandic Sagas as well as to treasures from around the world including ancient Greek philosophy. The app offers simple search capabilities for words, author names or anything the user sees fit.

OrdITima-Crop1The app is based on a dictionary of quotations by Tryggvi Gíslason, a scholar in the Icelandic language and Norse mythology, and a former headmaster in one of Iceland oldest colleges, Menntaskólinn á Akureyri. The Icelandic software company Stokkur Software took care of designing and coding the app and TVR is very pleased with the outcome.

The app is available on Google Play for free.

 

Nýtt app – tilvitnanaorðabók við höndina

Tæknivörur hafa gefið út nýtt app, Orð í tíma töluð, með um 7000 tilvitnunum. Hægt er að leita í appinu að tilvitnunum, einstaka orðum eða orðasamböndum eða hverju því öðru sem notandanum sýnist.

OrdITima-Crop1Orð í tíma töluð er nýtt snjallforrit – app – fyrir Android snjallsíma með um 7000 tilvitnunum sem sumar hafa hafa lifað með þjóðinni í þúsund ár meðan aðrar hafa orðið til á síðustu árum. Snjallforritið byggir á tilvitnanaorðabók Tryggva Gíslasonar magisters, fyrrverandi skólameistara MA. Stokkur Software sá um að gera appið eins vel úr garði og þeirra er von og vísa.

Þú getur sótt appið þér að kostnaðarlausu hjá Google Play.

Nánari upplýsingar er að finna á á vefsíðunni ord.tvr.is.

OrdITima-Heilsida(s)

Smelltu á myndina til að sjá blaðaauglýsingu

 

Lestu þér til í Beitunni (október 2013)

Enn á ný er Beitan komin út. Í þessari útgáfu er ekki laust við að tíðrætt verði um frelsi og öryggi. Meðal efnis er eftirfarandi:

Beitan-okt13-Front Frelsi og öryggi, sem fjallar stuttlega um þá spurningu, sem lengi hefur vafist fyrir mönnum, hvernig tryggja megi frelsi og öryggi á sama tíma.
Quote-Frelsi Frelsið er yndislegt, fjallar um eina af helstu ástæðum þess að Android er eins vinsælt og raun ber vitni.
Samsung-Knox-400px-wide Samsung Knox, er samnefnari yfir margvíslegar viðbætur við hið „venjulega“ Android sem er árangur umfangsmikillar þróunarvinnu Samsung undanfarin ár. Markmið Samsung er að bjóða kröfuhörðustu viðskiptavinum áreiðanleg tæki í öruggu umhverfi án þess að skerða frelsi notenda til að nýta tækin í eigin þágu eftir eigin höfði.
.

 

Jafnframt er hægt að nálgast PDF útgáfu af Beitunni hér.

Frelsið er yndislegt

Hjá Google virðist grasið grænna enda er Android lang-vinsælasta stýrikerfið í dag. Ein meginskýringin er frelsið sem stýrikerfið býður upp á…

Android stýrikerfið frá Google er lang útbreiddasta stýrirkerfi fyrir snjalltæki í dag. Gömlu risarnir Symbian og Blackberry (RIM) eru nær horfnir af sjónarsviðinu og enn hefur Microsoft ekki tekist að að hasla sér völl í snjalltækjum. iOS frá Apple, sem fyrir nokkrum árum bar höfuð og herðar yfir önnur stýrirkerfi virðist vera að gefa eftir og var einungis með rúm 14% markaðshlutdeild í öðrum ársfjórðungi 2013 (sjá graf hér að neðan).

Beitan-okt13-MarketShareOS

Ein helsta ástæða fyrir vinsældum Android er að kerfið er opið (e. Open Source) sem felur í sér fjölmarga möguleika og mikið frelsi við hugbúnaðarþróun sem „lokuð“ stýrikerfi sem miðstýrt er af einum aðila bjóða síður. Þessi eiginleiki felur í sér styrk Android sem þó ber að umgangast af varfærni þannig að öryggi sé ekki stefnt í hættu.

Quote-FrelsiAlmennir notendur hafa einnig tekið Android fagnandi. Forskotið sem Apple iOS var með í árdaga snjallsímans er horfið. Tengimöguleikar milli Apple-tækja fyrir tónlist, myndir og fleira sem var nær ógerningur að véla fram í PC-heiminum eru í dag leikur einn – þökk sé tölvuskýjum. Flestir snjalltækjanotendur nýta sér nú þegar „skýjaða“ þjónustu á borð við Dropbox, Google Drive, Spotify og Evernote. Styrkur þjónustu í tölvuskýjum felst ekki síst í óhæði gagnvart stýrikerfum. Notendur þurfa ekki lengur að „fórna frelsi sínu“ og leggja öll sín egg í eina (ávaxta)körfu til að ná fram snurðulausu samspili milli tækja. Krafa dagsins er samspil óháð stýrikerfum enda vilja og þurfa fyrirtæki og stofnanir jafnt sem einstaklingar eiga samskipti og viðskipti þvert á tíma og rúm. Það er því keppikefli allra sem vilja sjá skilvirkari, einfaldari og ódýrari samskipti – og þar með aukna hagsæld – að staðið sé vörð um frelsið sem þrífst utan múranna enda er það þar sem grasið grær.

Nýlegar auglýsingar frá TVR lýsa hvor á sinn hátt þeirri gleði sem fylgir því að nota Samsung Galaxy S4. Hægt er að sjá þær hér að neðan.

Frelsi og öryggi

Hvað eiga Samsung Knox, Benjamin Franklin og Fjölnismenn sameiginlegt?

Lengi hefur vafist fyrir mönnum spurningin um hvernig tryggja megi frelsi og öryggi á sama tíma. Því hefur gjarnan verið haldið fram að frelsi og öryggi séu í ákveðnum skilningi andstæður. Benjamin Franklin eru eignuð þau orð að „sá sem sé tilbúinn að fórna frelsi sínu til að öðlast öryggi eigi hvorugt skilið og muni að endingu glata hvoru tveggja.“

FoundingFathers

Það er því ekki til að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur að Samsung kemur fram á sjónarsviðið með nýja lausn – Samsung Knox – sem gefur fyrirheit um hvort tveggja í senn, frelsi og öryggi. Samsung Knox er samnefnari yfir margvíslegar viðbætur við hið „venjulega“ Android sem er árangur umfangsmikillar þróunarvinnu Samsung undanfarin ár. Markmið Samsung er að bjóða kröfuhörðustu viðskiptavinum áreiðanleg tæki í öruggu umhverfi án þess að skerða frelsi notenda til að nýta tækin í eigin þágu eftir eigin höfði.

Samsung Knox er afar snjöll lausn. Hún er einföld í notkun sem verður að teljast mikilvægur þáttur í því að hægt sé að innleiða lausnina þannig að starfsmenn bæði geti og vilji nota hana. Nánar er fjallað um Samsung Knox hér. ▹

Frelsið er yndislegt. Það vissu stofnendur Bandaríkjanna þá og það þekkja notendur Android snjalltækja í dag – þótt ólíku sé saman að jafna. Ein helsta ástæða þess að Android er í dag lang útbreiddasta stýrikerfi fyrir snjalltæki er hve opið og sveigjanlegt stýrirkerfið er. Högun stýrikerfisins felur í sér frelsi sem notendur kunna vel að meta. Ennfremur býður hið opna umhverfi Android upp á fjölmarga möguleika hvað varðar hugbúnaðarþróun og tengingar við önnur kerfi en mjög hefur færst í vöxt að snjalltæki séu nýtt sem viðmót gagnvart öðrum kerfum. Forritarar og aðrir sem koma að hugbúnaðargerð eru því frelsinu fegnir eins og gróska í gerð Android hugbúnaðar er til vitnis um.

Samspil frelsis og öryggis í Samsung Galaxy tækjunum er því með sanni óviðjafnanlegt. Hvort stofnendur Bandaríkjanna hefðu borið skynbragð á snilldina skal ósagt látið en leiða má líkur að því að  Jón Sigurðsson og Fjölnismenn hefðu kunnað að meta hana – því eins og flestum má vera kunnugt eru hér á ferðinni tæki sem skilja íslensku!   : )

Samsung Knox

Markmið Samsung er að bjóða kröfuhörðustu viðskiptavinum áreiðanleg tæki í öruggu umhverfi án þess að skerða frelsi notenda til að nýta tækin í eigin þágu eftir eigin höfði. Knox er svarið.

Snjalltæki hafa þegar hafið innreið sína inn í fyrirtæki og stofnanir landsins. Sum þessara tækja eru raunar kominn býsna langt inn fyrir eldvegg og geta – ef ekki er að gáð – valdið nokkrum usla. Mörg fyrirtæki hafa gert sér grein fyrir, að halda þurfi utan um snjallsíma og spjaldtölvur með sambærilegum hætti og annan tölvubúnað sem veita á aðgang að netum, kerfum og gögnum.

Þeir sem innleitt hafa einhverskonar tækjastjórn (e. Mobile Device Management) þurfa í flestum tilvikum að setja reglur um hvað notendur snjalltækja innan þeirra vébanda mega og hvað þeir mega ekki og er þessum reglum fylgt eftir með MDM-kerfum. Með þessu móti er umráðaréttur starfsmanna/notenda skilyrtur og frelsi þeirra til að nota snjalltækið skert.

Þannig má hugsa sér að vinnuveitandi banni notkun á tilteknum snjallforritum í þeim tækjum sem tengjast neti fyrirtækisins: banni Facebook, banni notkun myndavélar eða Dropbox, svo einhver dæmi séu tekin. Þess háttar íhlutanir falla ekki allar jafn vel í kramið hjá starfsmönnum sem finnst snjalltækin þeirra allt í einu ekki svo snjöll þegar búið er að banna uppáhalds „öppin“.

Knox_PlatformSecurityHér kemur Samsung Knox til skjalanna. Samsung Knox brúar á vissan hátt bilið milli upplýsingaöryggis fyrirtækisins annars vegar og frelsi starfsmanns til einkalífs hins vegar.

Til einföldunar má segja að það sem Samsung Knox gerir sé að búa til tvö aðskilin sýndartæki í einu og sama tækinu.

Annað sýndartækið er í umsjá og á forræði fyrirtækisins og lýtur þeim reglum sem fyrirtækið setur og hefur því aðgang að að þeim netum, kerfum og gögnum sem starfsmaðurinn þarf á að halda starfs síns vegna.

Hitt sýndartækið er alfarið á forræði starfsmannsins líkt og það væri undir engri tækjastjórn. Ekki er hægt að afrita eða flytja kerfisaðgengi eða gögn frá öðru sýndartækinu til hins. Í meginatriðum er virkni milli sýndartækjanna tveggja líkt og um tvö aðskilin tæki væri að ræða.

Samsung Knox er afar snjöll lausn. Hún er einföld í notkun fyrir notendur snjalltækja sem verður að teljast mikilvægur þáttur í því að hægt sé að innleiða lausnina þannig að starfsmenn bæði geti og vilji nota hana. Hún er fjölhæf enda virkar Samsung Knox með öllum helstu stjórnkerfum (e. MDM) sem í boði eru í dag.

Samsung Knox er þegar uppsett í nýjustu snjalltækjum frá Samsung – Galaxy Note 3 og ofurspjaldtölvunni Galaxy Note 10.1 2014 Edition – en gert er ráð fyrir að Knox muni líka virka með Galaxy S4, Galaxy S3 innan skamms.

Knox_ForEnterprises

 

Sæmundarskóli velur Samsung spjaldtölvur

Sæmundarskóli tekur í notkun sextíu spjaldtölvur með íslensku notendaviðmóti. Markar straumhvörf í starfi skólans.

Sæmundarskóli í Grafarholti hefur gert samning um að taka í notkun sextíu Galaxy Note spjaldtölvur frá Samsung til að þróa og efla skólastarf á öllum skólastigum. Ætlunin er að nýta spjaldtölvur eftir því sem við á í sem flestum fögum á öllum skólastigum. Til að byrja með mun áhersla verða lögð á nám á unglingastigi þar sem ætlunin er að hafa spjaldtölvur til láns fyrir nemendur á skólatíma.

Eftir forathugun kennara og skólastjórnenda á var ákveðið að velja Android spjaldtölvur frá Samsung og ganga til samstarfs við TVR, sem dreifingar- og þjónustuaðila Samsung mobile á Íslandi. Samstarfssamningur var undirritaður í dag í Sæmundarskóla og voru spjaldtölvurnar afhentar við það tækifæri.

SæmiHopmynd-m

Starfsfólk Sæmundarskóla stillir sér upp fyrir myndatöku við afhendingu spjaldtölvanna.

Samstarfið mun m.a. fela í sér að auka meðvitund og þekkingu skólafólks á Íslandi á kostum og möguleikum Android stýrikerfisins í tengslum við skólastarf. Aðilar munu í sameiningu safna og miðla þekkingu og reynslu af notkun spjaldtölva í skólastarfi bæði til starfsfólks Sæmundarskóla sem og til kennara, skólastjórnenda og almennings á Íslandi.

Komið verður á fót nýrri vefsíðu sem verður opinn vettvangur til þess að miðla reynslu og þekkingu af notkun spjaldtölva í skólastarfi til allra sem láta sig skólastarf varða.

Eygló Friðriksdóttir, skólastjóri Sæmundarskóla segist binda miklar vonir við verkefnið og að mikil eftirvænting sé meðal starfsfólks. „Við munum ekki að láta nægja að lesa rafbækur og horfa á Youtube. Þessi tækni býður upp á svo miklu meira en það. Við ætlum okkur að leyfa sköpunargleði og frumkvæði nemenda að njóta sín. Það eru eiginleikar sem eru afar mikilsverðir fyrir nemendur sem við erum að undirbúa fyrir lífið.“

Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri TVR segist afar ánægður með samstarfið við Sæmundarskóla. „Það er hvetjandi að fylgjast með drifkraftinum í Sæmundarskóla. Starfsfólk hefur augljóslega unnið heimavinnuna mjög vel. Þau vita hvert þau vilja halda í þessum efnum. Val Sæmundarskóla á Android sýnir skilning á styrkleikum opins hugbúnaðar auk þess sem haldið er í heiðri mikilvægi íslenskrar tungu í skólastarfi.“

Miðað við þróun mála á snjalltækjamarkaði undanfarin misseri bendir margt til þess að Samsung muni taka afgerandi forystu á spjaldtölvu-markaði líkt og raunin hefur orðið með snjallsíma. Val Sæmundarskóla á Samsung er því í skynsamlegt og ber vott um framsýni. Spjaldtölvurnar frá Samsung byggja á notendaviðmótinu Android sem er á íslensku og uppfylla þær því þá grundvallarkröfu sem gera má til búnaðar sem nota á í íslensku skólastarfi.

Spjaldtölvurnar sem teknar verða í notkun í Sæmundarskóla eru Galaxy Note 10.1″ og Galaxy Note 8.0″. Báðar tegundirnar eru með mjög nákvæman og forritanlegan penna sem nota má í gagnvirkum ritunaræfingum, teiknikennslu og ýmsum öðrum skapandi greinum.


Nánar má lesa um spjaldtölvur í skólastarfi hér.

Fréttatilkynningu vegna málsins má sjá hér.

Frétt Viðskiptablaðsins um málið.

Straumhvörf í skólastarfi

Þótt tölvutæknin hafi um margra ára skeið haft margvísleg áhrif á skólastarf er tæplega hægt að halda því fram að hún hafi valdið straumhvörfum. Á yngstu skólastigunum má raunar segja að áhrif tækninnar hafi verið fremur lítil. Eftir því sem tölvubúnaður hefur orðið handhægari og hugbúnaður öflugri hafa skapast forsendur fyrir afar spennandi breytingar ef vel er á málum haldið.

Ein skýrasta birtingarmynd þróunar í tölvumálum síðustu ár er spjaldtölvan. Vegna þess hve létt og handhæg spjaldtölvan er og hversu fjölhæfan hugbúnað er hægt að fá fyrir spjaldtölvur eru möguleikar til hagnýtingar þeirra í skólastarfi gríðarlegir. Að sama skapi hefur tilurð svokallaðra tölvuskýja opnað fjölmarga möguleika. Í sameiningu bjóða spjaldtölvan og tölvuský upp á fjölmarga spennandi möguleika til þróunar á skólastarfi. Hér að neðan eru nokkur dæmi:

  • Rafbækur – Léttari, ódýrari og umhverfisvænni bækur sem henta öllum skólastigum en þó ekki síst eftir því sem nemendur eru eldri og námsefnið þyngra (í kílóum talið) og jafnvel torvelt að nálgast efnið á hefðbundnu bókarformi. Mörg lesforrit fyrir rafbækur bjóða upp á yfirstrikun, glósur, bókamerki o.fl sem hjálpar við lestur námsbóka. Auk þessa getur fólk með lestrarörðugleika haft hag af möguleikum rafbóka til leturbreytinga o.fl.
  • Gagnvirkt kennsluefni – Ljóslifandi og gagnvirkt kennsluefni nýtur sín vel á snertiskjá sem hrífur nemandann með. Þessi notkunarmöguleiki hentar yngstu nemendunum hvað best og þegar er til mikið af forritum og leikjum sem auðvelda krökkum að þekkja bók bókstafina, að draga til stafs eða reikna einföld reikningsdæmi.
  • Ritun og teikning – Sumar spjaldtölvur (t.a.m. Galaxy Note) bjóða upp á mjög nákvæman (og forritanlegan) penna sem nota má í gagnvirkum ritunaræfingum, teiknikennslu og ýmsum öðrum skapandi greinum.
  • Spegluð kennsla – Spjaldtölvur henta einkar vel fyrir nemendur að fylgjast með heilum fyrirlestrum eða til að taka á móti innlögn á tilteknu námsefni með myndböndum líkt og gert er ráð fyrir í speglaðri kennslu (e. flip teaching, flipped classroom)
  • Tungumálakennsla – Margmiðlunarmöguleikar spjaldtölva bjóða upp á að nemendur hlýði á hlustunaræfingar og geri hljóð- og/eða myndupptökur af eigin framburðaræfingum í tungumálakennslu. Rafrænar orðabækur (með framburðardæmum) falla einnig vel að þessum tækjum.
  • Stærðfræði – Úrvalið af stærðfræðileikjum fyrir yngstu kynslóðina er þegar mjög mikið og vaxandi auk þess sem sífellt bætast við forrit fyrir stærðfræði á háu stigi. Galaxy Note spjaldtölvan býður t.d. upp á að handskrifa stærðæðiformúlur sem spjaldtölvan birtir síðan myndrænt með aðstoð WolframAlpha – sjá mynd hér að neðan.

Galaxy NoteÞetta eru aðeins nokkrir af þeim möguleikum sem hægt er að hugsa sér hvernig unnt er að flétta notkun spjaldtölva inn í nám og kennslu. Einn megin ávinningurinn sem ofangreind þróun býður upp á er að tími nemenda og kennara nýtist betur ef vel er að málum staðið. Vel er hægt að ímynda sér að drjúgan hluta kennsluefnis sé hægt að endurnýta milli kennara, milli skóla og jafnvel í einhverjum tilfellum milli skólastiga. Sem dæmi væri hægt að skipta námsefni í stærðfræði í hæfilega litla áfanga þannig að gera megi stutt kennslumyndbönd sem nemendur geta horft á þegar þeim sýnist – og eins oft og þeim sýnist.1 Slíkt væri í góðu samræmi við markmið um einstaklingsmiðað nám þar sem námsval og námshraði miðast við getu, þroska og áhuga hvers og eins nemanda. Einn skóli (eða jafnvel einn kennari) gæti séð um að taka upp og útbúa efni sem margir skólar geta nýtt sér. Kennarar þyrftu þá ekki að eyða jafn miklum tíma í innlögn/fyrirlestra og gætu frekar nýtt tímann í dæmatíma og einstaklingsbundna aðstoð. Aukin samnýting námsefnis gefur tilefni til að ætla að hægt sé að auka gæði námsefnisins enn frekar en að sama skapi unnt að ná fram umtalsverðri hagræðingu með því að nýta tíma kennara enn fremur í að aðstoða nemendur í námi. Þessi breyting felur í sér mun umfangsmeiri breytingu á skólastarfi en sem nemur því að taka upp nýjan tölvukost. Til þess að vel megi til takast er nauðsynlegt að kennarar og annað skólafólk sé reiðubúið að breyta starfsháttum sínum. Þótt óskynsamlegt sé að hefta frumkvæði og sköpunargleði einstaka kennara eða einstaka skóla, hvernig spjaldtölvur skulu nýttar í skólastarfi, er skynsamlegt að huga að því hvaða kröfur skal gera þannig að tími og fjármunir nýtist sem best. Sem umboðs- og þjónustuaðili Samsung Mobile á Íslandi er okkur hjá TVR ljúft og skylt að benda á að spjaldtölvurnar frá Samsung henta einkar vel í skólastarfi. Hér að neðan eru nokkrir helstu kostir þeirra útlistaðir:

Íslenskt notendaviðmót

Það hefur lengi verið keppikefli Íslendinga að varðveita og viðhalda íslenskri tungu þannig að ávallt megi finna orð á íslensku yfir þau viðfangsefni og þær nýjungar sem upp koma á hverjum tíma. Íslendingar geta notað „fartölvu í leigubíl“ á meðan frændur okkar Danir þurfa að láta sér nægja að nota „laptop i taxa“. Til þess að svo megi vera áfram þarf skólastarf á Íslandi að miðast að því að nemendur hafi aðgang að námsefni og tölvubúnaði á íslensku ef þess er nokkur kostur. Í Málstefnu Stjórnarráðs Íslands2 segir m.a.:

…stjórnvöld skuli tryggja að unnt verði að nota íslensku á öllum sviðum íslensks þjóðlífs og að ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og skuli sjá til þess að hún sé notuð.

Spjaldtölvurnar frá Samsung byggja á notendaviðmótinu Android sem er á íslensku og uppfylla þær því þá grundvallarkröfu sem gera má til búnaðar sem nota á í íslensku skólastarfi.

Íslenskur talgreinir

Fyrir utan íslenskt notendaviðmót – sem auðvitað felur í sér að hægt er að skrifa „þ“ og „ð“ og alla aðra bókstafi íslenska stafrófsins – skilja Android spjaldtölvur og símar mælt íslenskt mál! Vegna brautryðjendastarfs Google, Háskólans í Reykjavík og Máltækniseturs við söfnun íslenskra raddsýna í opinn gagnagrunn sem kallast Almannarómur geta notendur þessara tækja notað talgreini sér til aðstoðar. Fyrir utan almennt notagildi til að lesa upp í stað þess að skrifa texta (t.d. í tölvupósti eða smáskilaboðum) má hugsa sér að hægt verði að nýta þessa tækni í skólastarfi – ekki síst fyrir þá sem eiga erfitt með að nota eigin rithönd eða aðrar hefðbundnari aðferðir til að slá inn texta. Jafnframt er íslenskur talgreinir ein grundvallar forsenda þess að unnt verði að þróa næstu kynslóð notendaviðmóta sem notast við raddskipanir á íslensku.

Opið stýrikerfi

Android er opið stýrikerfi ólíkt sumum öðrum stýrikerfum sem ganga út frá lokaðri og miðlægri stýringu. Þessi eiginleiki Android býður upp á fjölbreytileika sem m.a. kemur fram í mikilli grósku í hugbúnaðargerð auk þess sem úrval tækja frá mörgum framleiðendum er mikið. Hvort tveggja skiptir máli þegar kemur að því að taka stefnumótandi ákvarðanir um þróun skólastarfs.

Opin högun

Opin högun skiptir verulegu máli bæði þegar litið er til kerfis en ekki síður þegar litið er til gagna. Þetta á einkar vel við í skólastarfi þar sem námsefni – skólabækur, verkefni, próf, sýnikennsla, fyrirlestrar o.s.frv. – þarf að vera aðgengilegt sem flestum og ekki bundið einu tilteknu stýrikerfi eða forriti. Til þess að tölvutækni nýtist sem best til að þróa megi skólastarf er gagnlegt að huga að dreifingu og endurnýtanleika námsefnisins milli kennara og milli skólastofnana. Hætt er við því að áfram muni stór hluti tíma kennara fara í að „finna upp hjólið“ – endurtaka það sem þegar hefur verið gert áður og annarsstaðar ef þessi þáttur gleymist. Eins er hætta því að (náms)efni úreldist fyrr en ella ef geymsluformið (t.d. skráartegund) leggst af. Dæmi um slíkt eru bæði gömul og ný.

Gæði og góð þjónusta

Samsung er stærsti framleiðandi á snjallsímum í heimi og hafa Galaxy símarnir notið mikilla vinsælda og hlotið lof gagnrýnenda. Spjaldtölvurnar frá Samsung eru einnig á mjög hraðri uppleið enda fer þar saman fáguð hönnun, lág bilanatíðni og framúrskarandi notkunarmögueikar. Öll þjónusta við þessi tæki er í höndum TVR, sem rekur eina viðurkennda þjónustuverkstæði landsins fyrir Samsung Mobile vörur.

Lokaorð

Möguleikarnir á hagnýtingu spjaldtölva í skólastarfi eru nær óþrjótandi. Eins og fram kemur í nýlegri skýrslu3 Ómars Arnar Magnússonar, aðstoðarskólastjóra í Hagaskóla, um spjaldtölvur í skólastarfi á aðalatriðið að vera að huga að nýjum leiðum í skólastarfi á meðan tækin eiga að vera aukaatriði. Óhætt er að taka undir þau orð. Þótt spjaldtölvan muni seint koma í stað kennarans má hins vegar gera sér vonir um að hægt sé að gera skólastarf hnitmiðaðra, skilvirkara, ódýrara og skemmtilegra með skynsamlegri nýtingu spjaldtölvunnar.


  1. Útkoman gæti t.d. verið eitthvað í ætt við það sem Kahn Academy gerir
  2. Sjá nánar Málstefnu Stjórnarráðs Íslands
  3. Skýrslan – spjaldtölvur í skólastarfi – er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar.

Android eykur forskotið

Samsung fremstir í snjallsímum
Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri TVR

Helstu kostir AndroidMiklar sviptingar hafa verið í farsímaheiminum undanfarin misseri. Ljóst er að Android stýrikerfið frá Google hefur náð algjörum yfirburðum og á meðan Symbian sem Nokia hafði veðjað á um áraraðir hefur misst mikla markaðshlutdeild og hafa myndlíkingar forstjóra Nokia um „brennandi borpall“ (eða sökkvandi skip) vafalítið átt sinn þátt í þeirri þróun. Blackberry hefur einnig gefið verulega eftir og er ljóst að forskot þeirra á fyrirtækjamarkaði er um það bil að hverfa enda hafa samkeppnisaðilar – einkum Samsung – lagt mikla áherslu á aukið öryggi og fjölbreyttar lausnir fyrir fyrirtæki sem mikil eftirspurn er eftir.

Android stýrikerfið frá Google er án nokkurs vafa á mestri siglingu og er uppgangur þess síðustu misserum með ólíkindum. iOS frá Apple virðist gefa aðeins eftir en markaðshlutdeild iOS mældist vera18,8% í öðrum ársfjórðungi 2012 sem er fimm prósentustiga lækkun frá því þegar hlutdeildin var sem hæst (í F4-2012).

Beitan-nov12-MarketShareOS

Ör þróun s.k. tölvuskýja hefur orðið samhliða snjallsímavæðingunni sem gerir notendum m.a. kleift að nálgast gögn einum stað – „í skýinu“ – hvort heldur sem er úr spjaldtölvunni, símanum eða tölvunni. Útlit er fyrir að þessi þróun muni setja mark sitt á skipulag upplýsingatækni hjá fyrirtækjum á komandi árum. Í krafti útbreiðslu sinnar og opinnar högunar og vegna forystu Google í tölvuskýjum mun Android leika lykilhlutverk í því skipulagi.

Samhliða umtalsverðum sviptingum í vinsældum einstaka stýrikerfa fyrir snjallsíma og spjaldtölvur hefur á undanförnum misserum orðið nokkur umskipti hjá tækjaframleiðendum. Samsung getur nú státað af því að vera stærsti framleiðandi á farsímum í heiminum. Forysta Samsung er þó enn meiri í snjallsímum enda hefur fyrirtækinu tekist að framleiða afar vel gerða snjallsíma á mjög breiðu verðbili. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og er Samsung lang vinsælasta merkið á Íslandi í dag og hefur góður árangur TVR á íslenskum farsímamarkaði vakið athygli hjá Samsung í Kóreu.

Beitan-nov12-MarketShare

Lykilþáttur í velgengni Samsung á Íslandi er að vörur þeirra skara einfaldlega fram úr í hönnun og gæðum. Því til viðbótar geta þeir sem kaupa Samsung síma í gegnum TVR treyst því að viðgerðarþjónusta, ábyrgðarmál og tæknileg aðstoð er eins og best verður á kosið en TVR rekur eina rafeindaverkstæðið á Íslandi sem hefur heimild til að gera við spjaldtölvur og síma frá Samsung. Í þessu sambandi ástæða til að vara við gráum innflutningi fárra aðila á búnaði sem ekki er með ábyrgð framleiðenda hér heima á Íslandi enda hafa notendur slíks búnaðar oft brennt sig á slíkum viðskiptum.

Viðskiptavinir TVR geta á hinn bóginn treyst á faglega og góða þjónustu sem við álítum vera lífæð fyrirtækisins.

Beitan, nóvember 2012.