Um okkur

Tæknivörur er leiðandi fyrirtæki í innflutningi, dreifingu og þjónustu á farsímum, spjaldtölvum og ýmsum öðrum notendabúnaði.

Framúrskarandi fyrirtæki

Tæknivörur er heildsala. Viðskiptavinir okkar eru einkum fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtæki sem og sérverslanir með raftæki um allt land. Enda þótt Tæknivörur sinni ekki smásölu til einstaklinga starfrækir fyrirtækið eina viðurkennda þjónustuverkstæði landsins fyrir Samsung snjalltæki þar sem öllum er velkomið að koma með tæki sín til viðgerðar.

Þjónusta við okkar viðskiptavini er lífæð okkar. Við höfum þekkingu, útbúnað, getu og metnað til að veita viðskiptavinum okkar þá þjónustu sem þeir gera kröfu um.

Tæknivörur er traust og öflugt félag með langa reynslu af innflutningi og þjónustu á tæknivörum. Tæknivörur eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja sem efla íslenskt atvinnulíf enda leggjum við allt kapp á heilindi og góða þjónustu.

Umhverfismál, sjálfsagt mál

Tæknivörur leggja áherslu á að ganga vel um umhverfið og að stuðla að sjálfbærni í hvívetna. Þess vegna minnum við viðskiptavini góðfúslega á að rafhlöður og rafgeymar eru spilliefni og mega ekki fara í almennt sorp. Hjálpumst öll að við að flokka og skila og drögum þannig úr ofnýtingu auðlinda.

Þú mátt skila rafhlöðum úr símum og öðrum snjalltækjum til okkar að Víkurhvarfi 4, Kópavogi. Einnig er hægt að skila rafhlöðum og rafgeymum til móttökustöðva sveitarfélaga eða spilliefnamóttöku og það kostar þig ekki neitt.

Öryggisáætlun

Áætlun fyrirtækisins um öryggi og heilbrigði á vinnustað er að finna hér.

Samsung Mobile á Íslandi

Viðurkennd þjónusta

Eina viðurkennda þjónustuverkstæði landsins fyrir Samsung snjalltæki.

Líttu við á Facebook-síðu okkar

Hér getur þú fylgst með öllu því nýjasta sem er að gerast hjá Samsung mobile á Íslandi.

© Copyright - Tæknivörur