Nýtt app – tilvitnanaorðabók við höndina

Tæknivörur hafa gefið út nýtt app, Orð í tíma töluð, með um 7000 tilvitnunum. Hægt er að leita í appinu að tilvitnunum, einstaka orðum eða orðasamböndum eða hverju því öðru sem notandanum sýnist.

OrdITima-Crop1Orð í tíma töluð er nýtt snjallforrit – app – fyrir Android snjallsíma með um 7000 tilvitnunum sem sumar hafa hafa lifað með þjóðinni í þúsund ár meðan aðrar hafa orðið til á síðustu árum. Snjallforritið byggir á tilvitnanaorðabók Tryggva Gíslasonar magisters, fyrrverandi skólameistara MA. Stokkur Software sá um að gera appið eins vel úr garði og þeirra er von og vísa.

Þú getur sótt appið þér að kostnaðarlausu hjá Google Play.

Nánari upplýsingar er að finna á á vefsíðunni ord.tvr.is.

OrdITima-Heilsida(s)

Smelltu á myndina til að sjá blaðaauglýsingu