Frelsið er yndislegt

Hjá Google virðist grasið grænna enda er Android lang-vinsælasta stýrikerfið í dag. Ein meginskýringin er frelsið sem stýrikerfið býður upp á…

Android stýrikerfið frá Google er lang útbreiddasta stýrirkerfi fyrir snjalltæki í dag. Gömlu risarnir Symbian og Blackberry (RIM) eru nær horfnir af sjónarsviðinu og enn hefur Microsoft ekki tekist að að hasla sér völl í snjalltækjum. iOS frá Apple, sem fyrir nokkrum árum bar höfuð og herðar yfir önnur stýrirkerfi virðist vera að gefa eftir og var einungis með rúm 14% markaðshlutdeild í öðrum ársfjórðungi 2013 (sjá graf hér að neðan).

Beitan-okt13-MarketShareOS

Ein helsta ástæða fyrir vinsældum Android er að kerfið er opið (e. Open Source) sem felur í sér fjölmarga möguleika og mikið frelsi við hugbúnaðarþróun sem „lokuð“ stýrikerfi sem miðstýrt er af einum aðila bjóða síður. Þessi eiginleiki felur í sér styrk Android sem þó ber að umgangast af varfærni þannig að öryggi sé ekki stefnt í hættu.

Quote-FrelsiAlmennir notendur hafa einnig tekið Android fagnandi. Forskotið sem Apple iOS var með í árdaga snjallsímans er horfið. Tengimöguleikar milli Apple-tækja fyrir tónlist, myndir og fleira sem var nær ógerningur að véla fram í PC-heiminum eru í dag leikur einn – þökk sé tölvuskýjum. Flestir snjalltækjanotendur nýta sér nú þegar „skýjaða“ þjónustu á borð við Dropbox, Google Drive, Spotify og Evernote. Styrkur þjónustu í tölvuskýjum felst ekki síst í óhæði gagnvart stýrikerfum. Notendur þurfa ekki lengur að „fórna frelsi sínu“ og leggja öll sín egg í eina (ávaxta)körfu til að ná fram snurðulausu samspili milli tækja. Krafa dagsins er samspil óháð stýrikerfum enda vilja og þurfa fyrirtæki og stofnanir jafnt sem einstaklingar eiga samskipti og viðskipti þvert á tíma og rúm. Það er því keppikefli allra sem vilja sjá skilvirkari, einfaldari og ódýrari samskipti – og þar með aukna hagsæld – að staðið sé vörð um frelsið sem þrífst utan múranna enda er það þar sem grasið grær.

Nýlegar auglýsingar frá TVR lýsa hvor á sinn hátt þeirri gleði sem fylgir því að nota Samsung Galaxy S4. Hægt er að sjá þær hér að neðan.