Lestu þér til í Beitunni (október 2013)

Enn á ný er Beitan komin út. Í þessari útgáfu er ekki laust við að tíðrætt verði um frelsi og öryggi. Meðal efnis er eftirfarandi:

Beitan-okt13-Front Frelsi og öryggi, sem fjallar stuttlega um þá spurningu, sem lengi hefur vafist fyrir mönnum, hvernig tryggja megi frelsi og öryggi á sama tíma.
Quote-Frelsi Frelsið er yndislegt, fjallar um eina af helstu ástæðum þess að Android er eins vinsælt og raun ber vitni.
Samsung-Knox-400px-wide Samsung Knox, er samnefnari yfir margvíslegar viðbætur við hið „venjulega“ Android sem er árangur umfangsmikillar þróunarvinnu Samsung undanfarin ár. Markmið Samsung er að bjóða kröfuhörðustu viðskiptavinum áreiðanleg tæki í öruggu umhverfi án þess að skerða frelsi notenda til að nýta tækin í eigin þágu eftir eigin höfði.
.

 

Jafnframt er hægt að nálgast PDF útgáfu af Beitunni hér.

Frelsið er yndislegt

Hjá Google virðist grasið grænna enda er Android lang-vinsælasta stýrikerfið í dag. Ein meginskýringin er frelsið sem stýrikerfið býður upp á…

Android stýrikerfið frá Google er lang útbreiddasta stýrirkerfi fyrir snjalltæki í dag. Gömlu risarnir Symbian og Blackberry (RIM) eru nær horfnir af sjónarsviðinu og enn hefur Microsoft ekki tekist að að hasla sér völl í snjalltækjum. iOS frá Apple, sem fyrir nokkrum árum bar höfuð og herðar yfir önnur stýrirkerfi virðist vera að gefa eftir og var einungis með rúm 14% markaðshlutdeild í öðrum ársfjórðungi 2013 (sjá graf hér að neðan).

Beitan-okt13-MarketShareOS

Ein helsta ástæða fyrir vinsældum Android er að kerfið er opið (e. Open Source) sem felur í sér fjölmarga möguleika og mikið frelsi við hugbúnaðarþróun sem „lokuð“ stýrikerfi sem miðstýrt er af einum aðila bjóða síður. Þessi eiginleiki felur í sér styrk Android sem þó ber að umgangast af varfærni þannig að öryggi sé ekki stefnt í hættu.

Quote-FrelsiAlmennir notendur hafa einnig tekið Android fagnandi. Forskotið sem Apple iOS var með í árdaga snjallsímans er horfið. Tengimöguleikar milli Apple-tækja fyrir tónlist, myndir og fleira sem var nær ógerningur að véla fram í PC-heiminum eru í dag leikur einn – þökk sé tölvuskýjum. Flestir snjalltækjanotendur nýta sér nú þegar „skýjaða“ þjónustu á borð við Dropbox, Google Drive, Spotify og Evernote. Styrkur þjónustu í tölvuskýjum felst ekki síst í óhæði gagnvart stýrikerfum. Notendur þurfa ekki lengur að „fórna frelsi sínu“ og leggja öll sín egg í eina (ávaxta)körfu til að ná fram snurðulausu samspili milli tækja. Krafa dagsins er samspil óháð stýrikerfum enda vilja og þurfa fyrirtæki og stofnanir jafnt sem einstaklingar eiga samskipti og viðskipti þvert á tíma og rúm. Það er því keppikefli allra sem vilja sjá skilvirkari, einfaldari og ódýrari samskipti – og þar með aukna hagsæld – að staðið sé vörð um frelsið sem þrífst utan múranna enda er það þar sem grasið grær.

Nýlegar auglýsingar frá TVR lýsa hvor á sinn hátt þeirri gleði sem fylgir því að nota Samsung Galaxy S4. Hægt er að sjá þær hér að neðan.

Frelsi og öryggi

Hvað eiga Samsung Knox, Benjamin Franklin og Fjölnismenn sameiginlegt?

Lengi hefur vafist fyrir mönnum spurningin um hvernig tryggja megi frelsi og öryggi á sama tíma. Því hefur gjarnan verið haldið fram að frelsi og öryggi séu í ákveðnum skilningi andstæður. Benjamin Franklin eru eignuð þau orð að „sá sem sé tilbúinn að fórna frelsi sínu til að öðlast öryggi eigi hvorugt skilið og muni að endingu glata hvoru tveggja.“

FoundingFathers

Það er því ekki til að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur að Samsung kemur fram á sjónarsviðið með nýja lausn – Samsung Knox – sem gefur fyrirheit um hvort tveggja í senn, frelsi og öryggi. Samsung Knox er samnefnari yfir margvíslegar viðbætur við hið „venjulega“ Android sem er árangur umfangsmikillar þróunarvinnu Samsung undanfarin ár. Markmið Samsung er að bjóða kröfuhörðustu viðskiptavinum áreiðanleg tæki í öruggu umhverfi án þess að skerða frelsi notenda til að nýta tækin í eigin þágu eftir eigin höfði.

Samsung Knox er afar snjöll lausn. Hún er einföld í notkun sem verður að teljast mikilvægur þáttur í því að hægt sé að innleiða lausnina þannig að starfsmenn bæði geti og vilji nota hana. Nánar er fjallað um Samsung Knox hér. ▹

Frelsið er yndislegt. Það vissu stofnendur Bandaríkjanna þá og það þekkja notendur Android snjalltækja í dag – þótt ólíku sé saman að jafna. Ein helsta ástæða þess að Android er í dag lang útbreiddasta stýrikerfi fyrir snjalltæki er hve opið og sveigjanlegt stýrirkerfið er. Högun stýrikerfisins felur í sér frelsi sem notendur kunna vel að meta. Ennfremur býður hið opna umhverfi Android upp á fjölmarga möguleika hvað varðar hugbúnaðarþróun og tengingar við önnur kerfi en mjög hefur færst í vöxt að snjalltæki séu nýtt sem viðmót gagnvart öðrum kerfum. Forritarar og aðrir sem koma að hugbúnaðargerð eru því frelsinu fegnir eins og gróska í gerð Android hugbúnaðar er til vitnis um.

Samspil frelsis og öryggis í Samsung Galaxy tækjunum er því með sanni óviðjafnanlegt. Hvort stofnendur Bandaríkjanna hefðu borið skynbragð á snilldina skal ósagt látið en leiða má líkur að því að  Jón Sigurðsson og Fjölnismenn hefðu kunnað að meta hana – því eins og flestum má vera kunnugt eru hér á ferðinni tæki sem skilja íslensku!   : )

Samsung Knox

Markmið Samsung er að bjóða kröfuhörðustu viðskiptavinum áreiðanleg tæki í öruggu umhverfi án þess að skerða frelsi notenda til að nýta tækin í eigin þágu eftir eigin höfði. Knox er svarið.

Snjalltæki hafa þegar hafið innreið sína inn í fyrirtæki og stofnanir landsins. Sum þessara tækja eru raunar kominn býsna langt inn fyrir eldvegg og geta – ef ekki er að gáð – valdið nokkrum usla. Mörg fyrirtæki hafa gert sér grein fyrir, að halda þurfi utan um snjallsíma og spjaldtölvur með sambærilegum hætti og annan tölvubúnað sem veita á aðgang að netum, kerfum og gögnum.

Þeir sem innleitt hafa einhverskonar tækjastjórn (e. Mobile Device Management) þurfa í flestum tilvikum að setja reglur um hvað notendur snjalltækja innan þeirra vébanda mega og hvað þeir mega ekki og er þessum reglum fylgt eftir með MDM-kerfum. Með þessu móti er umráðaréttur starfsmanna/notenda skilyrtur og frelsi þeirra til að nota snjalltækið skert.

Þannig má hugsa sér að vinnuveitandi banni notkun á tilteknum snjallforritum í þeim tækjum sem tengjast neti fyrirtækisins: banni Facebook, banni notkun myndavélar eða Dropbox, svo einhver dæmi séu tekin. Þess háttar íhlutanir falla ekki allar jafn vel í kramið hjá starfsmönnum sem finnst snjalltækin þeirra allt í einu ekki svo snjöll þegar búið er að banna uppáhalds „öppin“.

Knox_PlatformSecurityHér kemur Samsung Knox til skjalanna. Samsung Knox brúar á vissan hátt bilið milli upplýsingaöryggis fyrirtækisins annars vegar og frelsi starfsmanns til einkalífs hins vegar.

Til einföldunar má segja að það sem Samsung Knox gerir sé að búa til tvö aðskilin sýndartæki í einu og sama tækinu.

Annað sýndartækið er í umsjá og á forræði fyrirtækisins og lýtur þeim reglum sem fyrirtækið setur og hefur því aðgang að að þeim netum, kerfum og gögnum sem starfsmaðurinn þarf á að halda starfs síns vegna.

Hitt sýndartækið er alfarið á forræði starfsmannsins líkt og það væri undir engri tækjastjórn. Ekki er hægt að afrita eða flytja kerfisaðgengi eða gögn frá öðru sýndartækinu til hins. Í meginatriðum er virkni milli sýndartækjanna tveggja líkt og um tvö aðskilin tæki væri að ræða.

Samsung Knox er afar snjöll lausn. Hún er einföld í notkun fyrir notendur snjalltækja sem verður að teljast mikilvægur þáttur í því að hægt sé að innleiða lausnina þannig að starfsmenn bæði geti og vilji nota hana. Hún er fjölhæf enda virkar Samsung Knox með öllum helstu stjórnkerfum (e. MDM) sem í boði eru í dag.

Samsung Knox er þegar uppsett í nýjustu snjalltækjum frá Samsung – Galaxy Note 3 og ofurspjaldtölvunni Galaxy Note 10.1 2014 Edition – en gert er ráð fyrir að Knox muni líka virka með Galaxy S4, Galaxy S3 innan skamms.

Knox_ForEnterprises