Nýjar leiðir færar

Tækifæri í rekstri fyrirtækja og stofnana

Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri TVR

Eftir því sem símar hafa orðið „snjallari“, tölvurnar minni og fjarskiptanet víðfeðmari hefur opnast fjöldi tækifæra til endurbóta á viðskiptaferlum (e. BPR – Business Process Reengineering). Hvort sem um er að ræða rafrænar handbækur, gagnvirka gátlista fyrir skoðunarmenn eða krossapróf í skólum er ljóst að úrval hugbúnaðarlausna er þegar umtalsvert og vaxandi og möguleikarnir nær óþrjótandi.

Tækjastjórnun - Mobile Device ManagementHvernig sem fyrirtæki og stofnanir kjósa að nýta sér þessa möguleika skipta öryggismál verulegu máli. Tækjastjórnun (e. Mobile Device Management) felur m.a. í sér möguleikann á að finna og elta tæki (með GPS staðsetningartækni), læsa þeim og eyða öllum gögnum úr tækjunum þannig að gögn lendi ekki á glámbekk jafnvel þótt tæki glatist eða sé stolið. Með þjónustunni samsungdive.com geta notendur allra nýrri Android síma frá Samsung fundið, læst og hreinsað síma sem ef þeir týnast. Auk þess er Samsung leiðandi í að uppfylla ströngustu skilyrði um dulkóðun gagna (FIPS 140-2) og samhæfingu við sérhæfðar fyrirtækjalausnir frá fyrirtækjum á borð við Juniper, Sybase og Cisco (SAFE *).

Möguleikar í skólastarfi

Menntun og skólastarf snýst um annað og meira en húsbyggingar og tölvubúnað. Þar skiptir hugarfar – áhugi og ástundun – og vellíðan hvað mestu máli. En líkt og hentug skólabygging eða skólalóð felur í sér marga möguleika í skólastarfi býður hentugur tölvubúnaður einnig upp á nýjar leiðir.

Þótt UT-mál hafi um margra ára skeið sett mark sitt á skólastarf er tæplega hægt að halda því fram að hún hafi valdið straumhvörfum. Á yngstu skólastigunum má raunar segja að áhrif tækninnar hafi verið fremur lítil. Eftir því sem tölvubúnaður hefur orðið handhægari og hugbúnaður öflugri hafa skapast forsendur fyrir spennandi breytingar ef vel er á málum haldið.

Ein skýrasta birtingarmynd þessarar þróunar er spjaldtölvan. Vegna þess hve létt og handhæg spjaldtölvan er og hversu fjölhæfan hugbúnað er hægt að fá fyrir spjaldtölvur eru möguleikar til hagnýtingar þeirra í skólastarfi gríðarlegir. Fyrir utan hið augljósa notagildi sem rafbækur hafa í för með sér bjóða eiginleikar spjaldtölvunnar til margmiðlunar upp á afar spennandi möguleika í gagnvirku námi m.a. í stærðfræði og tungumálum.  Síðast en ekki síst er með hagnýtingu spjaldtölvunnar hægt að opna fólki með lestrarörðugleika leiðir til náms sem áður voru afar torfærar. Yfirburðir Android m.t.t. máltækni – með íslenskt notendaviðmót, talgervil og raddgreini – eru óumdeilanlegir.

   

 

Möguleikarnir eru nær óþrjótandi og þótt spjaldtölvan muni seint koma í stað kennarans má gera sér vonir um að hægt sé að gera skólastarf hnitmiðaðra, skilvirkara, ódýrara og skemmtilegra með skynsamlegri nýtingu spjaldtölvunnar í skólastarfi.