Android eykur forskotið

Samsung fremstir í snjallsímum
Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri TVR

Helstu kostir AndroidMiklar sviptingar hafa verið í farsímaheiminum undanfarin misseri. Ljóst er að Android stýrikerfið frá Google hefur náð algjörum yfirburðum og á meðan Symbian sem Nokia hafði veðjað á um áraraðir hefur misst mikla markaðshlutdeild og hafa myndlíkingar forstjóra Nokia um „brennandi borpall“ (eða sökkvandi skip) vafalítið átt sinn þátt í þeirri þróun. Blackberry hefur einnig gefið verulega eftir og er ljóst að forskot þeirra á fyrirtækjamarkaði er um það bil að hverfa enda hafa samkeppnisaðilar – einkum Samsung – lagt mikla áherslu á aukið öryggi og fjölbreyttar lausnir fyrir fyrirtæki sem mikil eftirspurn er eftir.

Android stýrikerfið frá Google er án nokkurs vafa á mestri siglingu og er uppgangur þess síðustu misserum með ólíkindum. iOS frá Apple virðist gefa aðeins eftir en markaðshlutdeild iOS mældist vera18,8% í öðrum ársfjórðungi 2012 sem er fimm prósentustiga lækkun frá því þegar hlutdeildin var sem hæst (í F4-2012).

Beitan-nov12-MarketShareOS

Ör þróun s.k. tölvuskýja hefur orðið samhliða snjallsímavæðingunni sem gerir notendum m.a. kleift að nálgast gögn einum stað – „í skýinu“ – hvort heldur sem er úr spjaldtölvunni, símanum eða tölvunni. Útlit er fyrir að þessi þróun muni setja mark sitt á skipulag upplýsingatækni hjá fyrirtækjum á komandi árum. Í krafti útbreiðslu sinnar og opinnar högunar og vegna forystu Google í tölvuskýjum mun Android leika lykilhlutverk í því skipulagi.

Samhliða umtalsverðum sviptingum í vinsældum einstaka stýrikerfa fyrir snjallsíma og spjaldtölvur hefur á undanförnum misserum orðið nokkur umskipti hjá tækjaframleiðendum. Samsung getur nú státað af því að vera stærsti framleiðandi á farsímum í heiminum. Forysta Samsung er þó enn meiri í snjallsímum enda hefur fyrirtækinu tekist að framleiða afar vel gerða snjallsíma á mjög breiðu verðbili. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og er Samsung lang vinsælasta merkið á Íslandi í dag og hefur góður árangur TVR á íslenskum farsímamarkaði vakið athygli hjá Samsung í Kóreu.

Beitan-nov12-MarketShare

Lykilþáttur í velgengni Samsung á Íslandi er að vörur þeirra skara einfaldlega fram úr í hönnun og gæðum. Því til viðbótar geta þeir sem kaupa Samsung síma í gegnum TVR treyst því að viðgerðarþjónusta, ábyrgðarmál og tæknileg aðstoð er eins og best verður á kosið en TVR rekur eina rafeindaverkstæðið á Íslandi sem hefur heimild til að gera við spjaldtölvur og síma frá Samsung. Í þessu sambandi ástæða til að vara við gráum innflutningi fárra aðila á búnaði sem ekki er með ábyrgð framleiðenda hér heima á Íslandi enda hafa notendur slíks búnaðar oft brennt sig á slíkum viðskiptum.

Viðskiptavinir TVR geta á hinn bóginn treyst á faglega og góða þjónustu sem við álítum vera lífæð fyrirtækisins.

Beitan, nóvember 2012.