Nýjar leiðir færar

Tækifæri í rekstri fyrirtækja og stofnana

Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri TVR

Eftir því sem símar hafa orðið „snjallari“, tölvurnar minni og fjarskiptanet víðfeðmari hefur opnast fjöldi tækifæra til endurbóta á viðskiptaferlum (e. BPR – Business Process Reengineering). Hvort sem um er að ræða rafrænar handbækur, gagnvirka gátlista fyrir skoðunarmenn eða krossapróf í skólum er ljóst að úrval hugbúnaðarlausna er þegar umtalsvert og vaxandi og möguleikarnir nær óþrjótandi.

Tækjastjórnun - Mobile Device ManagementHvernig sem fyrirtæki og stofnanir kjósa að nýta sér þessa möguleika skipta öryggismál verulegu máli. Tækjastjórnun (e. Mobile Device Management) felur m.a. í sér möguleikann á að finna og elta tæki (með GPS staðsetningartækni), læsa þeim og eyða öllum gögnum úr tækjunum þannig að gögn lendi ekki á glámbekk jafnvel þótt tæki glatist eða sé stolið. Með þjónustunni samsungdive.com geta notendur allra nýrri Android síma frá Samsung fundið, læst og hreinsað síma sem ef þeir týnast. Auk þess er Samsung leiðandi í að uppfylla ströngustu skilyrði um dulkóðun gagna (FIPS 140-2) og samhæfingu við sérhæfðar fyrirtækjalausnir frá fyrirtækjum á borð við Juniper, Sybase og Cisco (SAFE *).

Möguleikar í skólastarfi

Menntun og skólastarf snýst um annað og meira en húsbyggingar og tölvubúnað. Þar skiptir hugarfar – áhugi og ástundun – og vellíðan hvað mestu máli. En líkt og hentug skólabygging eða skólalóð felur í sér marga möguleika í skólastarfi býður hentugur tölvubúnaður einnig upp á nýjar leiðir.

Þótt UT-mál hafi um margra ára skeið sett mark sitt á skólastarf er tæplega hægt að halda því fram að hún hafi valdið straumhvörfum. Á yngstu skólastigunum má raunar segja að áhrif tækninnar hafi verið fremur lítil. Eftir því sem tölvubúnaður hefur orðið handhægari og hugbúnaður öflugri hafa skapast forsendur fyrir spennandi breytingar ef vel er á málum haldið.

Ein skýrasta birtingarmynd þessarar þróunar er spjaldtölvan. Vegna þess hve létt og handhæg spjaldtölvan er og hversu fjölhæfan hugbúnað er hægt að fá fyrir spjaldtölvur eru möguleikar til hagnýtingar þeirra í skólastarfi gríðarlegir. Fyrir utan hið augljósa notagildi sem rafbækur hafa í för með sér bjóða eiginleikar spjaldtölvunnar til margmiðlunar upp á afar spennandi möguleika í gagnvirku námi m.a. í stærðfræði og tungumálum.  Síðast en ekki síst er með hagnýtingu spjaldtölvunnar hægt að opna fólki með lestrarörðugleika leiðir til náms sem áður voru afar torfærar. Yfirburðir Android m.t.t. máltækni – með íslenskt notendaviðmót, talgervil og raddgreini – eru óumdeilanlegir.

   

 

Möguleikarnir eru nær óþrjótandi og þótt spjaldtölvan muni seint koma í stað kennarans má gera sér vonir um að hægt sé að gera skólastarf hnitmiðaðra, skilvirkara, ódýrara og skemmtilegra með skynsamlegri nýtingu spjaldtölvunnar í skólastarfi.

Android eykur forskotið

Samsung fremstir í snjallsímum
Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri TVR

Helstu kostir AndroidMiklar sviptingar hafa verið í farsímaheiminum undanfarin misseri. Ljóst er að Android stýrikerfið frá Google hefur náð algjörum yfirburðum og á meðan Symbian sem Nokia hafði veðjað á um áraraðir hefur misst mikla markaðshlutdeild og hafa myndlíkingar forstjóra Nokia um „brennandi borpall“ (eða sökkvandi skip) vafalítið átt sinn þátt í þeirri þróun. Blackberry hefur einnig gefið verulega eftir og er ljóst að forskot þeirra á fyrirtækjamarkaði er um það bil að hverfa enda hafa samkeppnisaðilar – einkum Samsung – lagt mikla áherslu á aukið öryggi og fjölbreyttar lausnir fyrir fyrirtæki sem mikil eftirspurn er eftir.

Android stýrikerfið frá Google er án nokkurs vafa á mestri siglingu og er uppgangur þess síðustu misserum með ólíkindum. iOS frá Apple virðist gefa aðeins eftir en markaðshlutdeild iOS mældist vera18,8% í öðrum ársfjórðungi 2012 sem er fimm prósentustiga lækkun frá því þegar hlutdeildin var sem hæst (í F4-2012).

Beitan-nov12-MarketShareOS

Ör þróun s.k. tölvuskýja hefur orðið samhliða snjallsímavæðingunni sem gerir notendum m.a. kleift að nálgast gögn einum stað – „í skýinu“ – hvort heldur sem er úr spjaldtölvunni, símanum eða tölvunni. Útlit er fyrir að þessi þróun muni setja mark sitt á skipulag upplýsingatækni hjá fyrirtækjum á komandi árum. Í krafti útbreiðslu sinnar og opinnar högunar og vegna forystu Google í tölvuskýjum mun Android leika lykilhlutverk í því skipulagi.

Samhliða umtalsverðum sviptingum í vinsældum einstaka stýrikerfa fyrir snjallsíma og spjaldtölvur hefur á undanförnum misserum orðið nokkur umskipti hjá tækjaframleiðendum. Samsung getur nú státað af því að vera stærsti framleiðandi á farsímum í heiminum. Forysta Samsung er þó enn meiri í snjallsímum enda hefur fyrirtækinu tekist að framleiða afar vel gerða snjallsíma á mjög breiðu verðbili. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og er Samsung lang vinsælasta merkið á Íslandi í dag og hefur góður árangur TVR á íslenskum farsímamarkaði vakið athygli hjá Samsung í Kóreu.

Beitan-nov12-MarketShare

Lykilþáttur í velgengni Samsung á Íslandi er að vörur þeirra skara einfaldlega fram úr í hönnun og gæðum. Því til viðbótar geta þeir sem kaupa Samsung síma í gegnum TVR treyst því að viðgerðarþjónusta, ábyrgðarmál og tæknileg aðstoð er eins og best verður á kosið en TVR rekur eina rafeindaverkstæðið á Íslandi sem hefur heimild til að gera við spjaldtölvur og síma frá Samsung. Í þessu sambandi ástæða til að vara við gráum innflutningi fárra aðila á búnaði sem ekki er með ábyrgð framleiðenda hér heima á Íslandi enda hafa notendur slíks búnaðar oft brennt sig á slíkum viðskiptum.

Viðskiptavinir TVR geta á hinn bóginn treyst á faglega og góða þjónustu sem við álítum vera lífæð fyrirtækisins.

Beitan, nóvember 2012.

Beitan, nóvember 2012

Beitan, óreglulegt fréttabréf um farsíma og spjaldtölvur frá TVR, er komin út. Í þessari nóvember-útgáfu kennir ýmissa grasa.

Meðal efnis í Beitu nóvember er:

TVR_Beitan_nov12-front Skýað en bjart framundan, sem fjallar m.a. um þróun tölvuskýja og áhrif þeirra á notkunarmöguleika snjaææsíma og spjaldtölva.
Beitan-nov12-MarketShareOS Android eykur forskotið, sem fjallar um þróun í markaðshlutdeild stýrikerfa fyrir snjallsíma þar sem sviptingar hafa verið með mesta móti síðustu misserin.
Beitan-nov12-LeikurLaera Nýjar leiðir færar í rekstri fyrirtækja og stofnana, sem fjallar m.a. um tækjastjórnun (MDM) og öryggismál, auk þess sem fjallað er stuttlega um þá miklu möguleika sem spjaldtölvur bjóða upp á í þróun skólastarfs.

 

Jafnframt er hægt að nálgast PDF útgáfu af Beitunni hér.

Skýjað en bjart framundan

Snjallsímar kalla á gagnageymslur „í skýinu“
Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri TVR

Það hefur naumast farið fram hjá nokkrum manni að þróun í farsímatækni hefur verið afar hröð að undanförnu. Í stað „gömlu takkasímanna“ sem unga fólkið notaði einnig til að senda stöku smáskilaboð eru komnir snjallsímar sem skilja flestar borðtölvur síðasta áratugar eftir með ryk í geisladrifinu. Framþróun síðustu ára í örtölvutækni, skjátækni, landupplýsingakerfum, staðsetningatækni, gagnaflutnigsgetu fjarskiptakerfa og á fleiri sviðum hefur opnað nýjar gáttir á sviði afþreyingar, fjölmiðlunar, greiðslumiðlunar, ferðaþjónustu og samskipta svo nokkur dæmi séu tekin. Hugmyndir sem fyrir nokkrum árum komust vart lengra en inn í glærukynningar eru orðnar að veruleika og sífellt bætast nýjar í hópinn.

Tilurð tölvuskýja (e. Cloud Computing) er lykilþáttur í þróun undanfarinna ára sem m.a. opnar nýjar leiðir í hópvinnu, gagnageymslu og ýmiskonar tölvuvinnslu án tillits til þess hvernig tækjabúnað eða stýrikerfi notendur eru með. Þessi tækni á ríkan þátt í því hvernig Google og Android hafa getað vaxið með eins undraverðum hætti og raun ber vitni – en daglega eru um 1,3 milljónir Android tækja virkjuð!

Þessi þróun felur ennfremur í sér gríðarleg tækifæri fyrir stofnanir og fyrirtæki í öllum geirum – til hagræðingar, endurskipulagningar verkferla (BPR) og skilvirkari fjarvinnu, svo einhver dæmi séu nefnd. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir.

Fremsti framleiðandi heims á Android snjallsímum og spjaldtölvum er án efa Samsung. Galaxy  símarnir hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim og var Galaxy SII valinn sími ársins 2011. Nú þegar hafa nokkrir aðilar þegar valið Galaxy SIII síma ársins 2012. Nýjustu fulltrúar í „stjörnuþokunni“ – ofursíminn Galaxy Note II og Galaxy Note 10.1 spjaldtölvan – eru með þrýstingsnæmum penna og bjóða notendum þannig uppá nýstárlegar leiðir til að vera skilvirkir, fjölhæfir og skapandi.

Frónbúar geta ennfremur horft björtum augum fram á veginn og glaðst yfir því að Android tækin frá Samsung geta ekki aðeins skrifað „þ“ og „ð“ heldur skilja tækin mælt íslenskt mál – þökk sé brautryðjendastarfi Google, HR og Máltækniseturs við söfnun íslenskra raddsýna í opinn gagnagrunn sem kallast Almannarómur.

Welcome

Welcome to our new website. Look around and see if you like it.

We had to freshen up a bit. It may have taken longer than first anticipated but we like to think of it as a long shower. Anyway, we’re finally on the Internet again – now showing off our new logo. It has a green dot in it! Very cool.

Old logo and the new logo

The old logo was quite ok but our international friends and partners were not quite getting the hang of pronouncing all the Icelandic sounds in our name.

Say my name

That is a really difficult name for Non-Icelanders to pronounce  We could just as well call the company Hjalti Þórðarson. That’s a great name if you can say it. So we decided to register the name “TVR” as a secondary name in the company registry and make a new logo – both of which would go well with our international partners.

Many of the background images on this website are from Moments by Harald Haraldsson, who is an Icelandic visual artist and director. TVR has had the pleasure of working with his creative talent in some of our ad campaigns and we hope to do more of that in the future.

4Moments

On this website you can read a bit about the Company, about how well represented we are in the whole of Iceland through our vast network of retail partners, or have a look at “Beitan” – the teasers we make for our local market. A word of caution, though. It’s in Icelandic.

st_sign_alpha-black