Frelsi og öryggi

Hvað eiga Samsung Knox, Benjamin Franklin og Fjölnismenn sameiginlegt?

Lengi hefur vafist fyrir mönnum spurningin um hvernig tryggja megi frelsi og öryggi á sama tíma. Því hefur gjarnan verið haldið fram að frelsi og öryggi séu í ákveðnum skilningi andstæður. Benjamin Franklin eru eignuð þau orð að „sá sem sé tilbúinn að fórna frelsi sínu til að öðlast öryggi eigi hvorugt skilið og muni að endingu glata hvoru tveggja.“

FoundingFathers

Það er því ekki til að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur að Samsung kemur fram á sjónarsviðið með nýja lausn – Samsung Knox – sem gefur fyrirheit um hvort tveggja í senn, frelsi og öryggi. Samsung Knox er samnefnari yfir margvíslegar viðbætur við hið „venjulega“ Android sem er árangur umfangsmikillar þróunarvinnu Samsung undanfarin ár. Markmið Samsung er að bjóða kröfuhörðustu viðskiptavinum áreiðanleg tæki í öruggu umhverfi án þess að skerða frelsi notenda til að nýta tækin í eigin þágu eftir eigin höfði.

Samsung Knox er afar snjöll lausn. Hún er einföld í notkun sem verður að teljast mikilvægur þáttur í því að hægt sé að innleiða lausnina þannig að starfsmenn bæði geti og vilji nota hana. Nánar er fjallað um Samsung Knox hér. ▹

Frelsið er yndislegt. Það vissu stofnendur Bandaríkjanna þá og það þekkja notendur Android snjalltækja í dag – þótt ólíku sé saman að jafna. Ein helsta ástæða þess að Android er í dag lang útbreiddasta stýrikerfi fyrir snjalltæki er hve opið og sveigjanlegt stýrirkerfið er. Högun stýrikerfisins felur í sér frelsi sem notendur kunna vel að meta. Ennfremur býður hið opna umhverfi Android upp á fjölmarga möguleika hvað varðar hugbúnaðarþróun og tengingar við önnur kerfi en mjög hefur færst í vöxt að snjalltæki séu nýtt sem viðmót gagnvart öðrum kerfum. Forritarar og aðrir sem koma að hugbúnaðargerð eru því frelsinu fegnir eins og gróska í gerð Android hugbúnaðar er til vitnis um.

Samspil frelsis og öryggis í Samsung Galaxy tækjunum er því með sanni óviðjafnanlegt. Hvort stofnendur Bandaríkjanna hefðu borið skynbragð á snilldina skal ósagt látið en leiða má líkur að því að  Jón Sigurðsson og Fjölnismenn hefðu kunnað að meta hana – því eins og flestum má vera kunnugt eru hér á ferðinni tæki sem skilja íslensku!   : )