Sæmundarskóli velur Samsung spjaldtölvur

Sæmundarskóli tekur í notkun sextíu spjaldtölvur með íslensku notendaviðmóti. Markar straumhvörf í starfi skólans.

Sæmundarskóli í Grafarholti hefur gert samning um að taka í notkun sextíu Galaxy Note spjaldtölvur frá Samsung til að þróa og efla skólastarf á öllum skólastigum. Ætlunin er að nýta spjaldtölvur eftir því sem við á í sem flestum fögum á öllum skólastigum. Til að byrja með mun áhersla verða lögð á nám á unglingastigi þar sem ætlunin er að hafa spjaldtölvur til láns fyrir nemendur á skólatíma.

Eftir forathugun kennara og skólastjórnenda á var ákveðið að velja Android spjaldtölvur frá Samsung og ganga til samstarfs við TVR, sem dreifingar- og þjónustuaðila Samsung mobile á Íslandi. Samstarfssamningur var undirritaður í dag í Sæmundarskóla og voru spjaldtölvurnar afhentar við það tækifæri.

SæmiHopmynd-m
Starfsfólk Sæmundarskóla stillir sér upp fyrir myndatöku við afhendingu spjaldtölvanna.

Samstarfið mun m.a. fela í sér að auka meðvitund og þekkingu skólafólks á Íslandi á kostum og möguleikum Android stýrikerfisins í tengslum við skólastarf. Aðilar munu í sameiningu safna og miðla þekkingu og reynslu af notkun spjaldtölva í skólastarfi bæði til starfsfólks Sæmundarskóla sem og til kennara, skólastjórnenda og almennings á Íslandi.

Komið verður á fót nýrri vefsíðu sem verður opinn vettvangur til þess að miðla reynslu og þekkingu af notkun spjaldtölva í skólastarfi til allra sem láta sig skólastarf varða.

Eygló Friðriksdóttir, skólastjóri Sæmundarskóla segist binda miklar vonir við verkefnið og að mikil eftirvænting sé meðal starfsfólks. „Við munum ekki að láta nægja að lesa rafbækur og horfa á Youtube. Þessi tækni býður upp á svo miklu meira en það. Við ætlum okkur að leyfa sköpunargleði og frumkvæði nemenda að njóta sín. Það eru eiginleikar sem eru afar mikilsverðir fyrir nemendur sem við erum að undirbúa fyrir lífið.“

Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri TVR segist afar ánægður með samstarfið við Sæmundarskóla. „Það er hvetjandi að fylgjast með drifkraftinum í Sæmundarskóla. Starfsfólk hefur augljóslega unnið heimavinnuna mjög vel. Þau vita hvert þau vilja halda í þessum efnum. Val Sæmundarskóla á Android sýnir skilning á styrkleikum opins hugbúnaðar auk þess sem haldið er í heiðri mikilvægi íslenskrar tungu í skólastarfi.“

Miðað við þróun mála á snjalltækjamarkaði undanfarin misseri bendir margt til þess að Samsung muni taka afgerandi forystu á spjaldtölvu-markaði líkt og raunin hefur orðið með snjallsíma. Val Sæmundarskóla á Samsung er því í skynsamlegt og ber vott um framsýni. Spjaldtölvurnar frá Samsung byggja á notendaviðmótinu Android sem er á íslensku og uppfylla þær því þá grundvallarkröfu sem gera má til búnaðar sem nota á í íslensku skólastarfi.

Spjaldtölvurnar sem teknar verða í notkun í Sæmundarskóla eru Galaxy Note 10.1″ og Galaxy Note 8.0″. Báðar tegundirnar eru með mjög nákvæman og forritanlegan penna sem nota má í gagnvirkum ritunaræfingum, teiknikennslu og ýmsum öðrum skapandi greinum.


Nánar má lesa um spjaldtölvur í skólastarfi hér.

Fréttatilkynningu vegna málsins má sjá hér.

Frétt Viðskiptablaðsins um málið.