Öryggið á oddinn

Ekki verða græðgi, greddu og heimsku að bráð
Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri TVR

Tímarnir breytast og mennirnir með, hefur löngum verið sagt. Tölvu- og símatæknin hefur undanfarin misseri tekið svo miklum breytingum að mennirnir eiga oft erfitt með að fylgjast með. Ef fyrirtæki og stofnanir vilja ekki eiga á hættu að verða fyrir verulegum skakkaföllum vegna nýrra og breyttra tíma þurfa þau að taka öryggismál fastari tökum.

Einn allra mikilvægast áhrifaþáttur á UT-öryggi er hegðun fólks. Gamalreyndur öryggisstjóri sagði eitt sinn að græðgi, gredda og heimska væri helsti orsakavaldur tölvuvandræða en hugsanlega mætti heimfæra þá greiningu á mörg önnur vandræði okkar mannanna.

Hvernig sem því líður er afar mikilvægt að ígrunda þörfina á sérstakri tækjastjórnun (e. Mobile Device Management) hjá fyrirtækjum og stofnunum sem ætla sér að hleypa snjalltækjum inn í UT-umhverfi sitt. Tækjastjórnun (MDM) felur í sér möguleika á því að krefja alla notendur snjalltækja til að undirgangast tilteknar öryggisreglur til þess að fá aðgang að neti, kerfum og gögnum. Þannig er m.a. hægt að tryggja að tiltekin forrit séu virk á tækinu á meðan hægt er að útiloka notkun annara forrita (whitelist/blacklist). Jafnframt felur MDM í sér möguleikann á að finna og elta tæki (með GPS staðsetningartækni), læsa þeim og eyða öllum gögnum úr tækjunum þannig að gögn lendi ekki á glámbekk jafnvel þótt tæki glatist eða sé stolið.

Spjaldtölvur og snjallsímar frá Samsung geta tengst einfaldri og gjaldfrjálsri MDM-þjónustu sem nefnist samsungdive.com sem gerir notendum kleift að finna, læsa og hreinsa tæki sem týnast. Auk þess er Samsung leiðandi í að uppfylla ströngustu skilyrði um dulkóðun gagna (FIPS 140-2) og samhæfingu við sérhæfðar fyrirtækjalausnir frá fyrirtækjum á borð við Juniper, Air-watch, Sybase og Cisco (SAFE *). Einnig er Samsung á leiðinni með mjög spennandi lausn – Samsung Knox – sem gerir notendum kleift að uppfylla ströng öryggisskilyrði sem gjarnan eru sett í tengslum við notkun snjalltækja á vinnustað en um leið viðhalda frelsi og sveigjanleika tækisins til eigin nota. Nánar verður sagt frá því síðar.

Til að stuðla að enn betri þjónustu og öryggi við okkar viðskiptavini hefur TVR í samstarfi við Samsung hafið átak sem m.a. felur í sér skjáskipti á helstu „flaggskipum“ frá Samsung. Galaxy SIII, Galaxy SII, Galaxy Note og Galaxy Note II auk ofur-spjaldtölvunnar Galaxy Note 10.1 fellur undir þetta tilboð .

Eigendur ofangreindra Samsung tækja sem t.d. hafa lent í því að rispa eða brjóta skjá á tækinu sínu geta því fengið afar ódýra og hraða útskiptingu á skjá tækisins og því ekki ástæða til að örvænta af þeim sökum.

Svo má ekki gleyma því að Android tækin frá Samsung geta ekki aðeins skrifað „þ“ og „ð“ heldur skilja tækin mælt íslenskt mál…

Greinin hér að ofan birtist í Beitunni í febrúar 2013. Hægt að nálgast PDF útgáfu af Beitunni hér.

* SAFE (Samsung Approved For Enterprises) stimpilinn merkir að tækið henti vel fyrir fyrirtæki þar sem miklar kröfur eru gerðar til öryggis. Sjá nánar hér.

** Tilboðið um skjáskipti gildir fyrir fyrrgreindar tegundir af Samsung tækjum sem keypt eru í gegnum TVR sem öll eru „nordic spec“. Tæki sem keypt eru á „gráum markaði“ (t.d. eurospec) falla ekki undir þetta tilboð.